Okkar
þjónusta
Vélaverkstæðið Þór er meðal elstu fyrirtækja landsins sem þjónustað hefur sjávarútveg og fiskvinnslur. Fyrirtækið er mjög vel tækjum búið og hefur tölvustýrðum vélum fjölgað í takt við þróun slíkra tækja.
Meðal þeirra tækja er öflug vatnskurðarvél sem eykur möguleika fyrir hinn almenna borgara að nota þjónustuna t.d. við skurð á flísum og að láta útbúa allskyns merki og skraut skorið út úr ryðfríu stáli eða hvaða efni sem er.
Meðal þeirra tækja er öflug vatnskurðarvél sem eykur möguleika fyrir hinn almenna borgara að nota þjónustuna t.d. við skurð á flísum og að láta útbúa allskyns merki og skraut skorið út úr ryðfríu stáli eða hvaða efni sem er.
Vélaverkstæðið Þór býður meðal annars upp á eftirtalda þjónustu:
- Rennismíði: Rennismiðirnir hafa framleitt ryðfrí ástengi sem henta vel við allar aðstæður hvort sem er á sjó eða í landi.
- Flytur inn ryðfría hnífaloka af öllum gerðum.
- Smíði á öllum gerðum færibanda
- Þvottakör og krapakör fyrir báta og fiskvinnslu.
- Nýja hönnun á lestarböndum í skip sem gerir frágang á fiski einfaldari og gæði fisksins betri.
- Utanhúss klæðningar ásamt Þakkassa og öllum gerðum flastninga.
- Smíðar niðurföll í öllum stærðum og gerðum úr ryðfríu stáli.
- Öll almenn stálsmíði: Röralagnir, uppsetning tækja og tóla, handriðasmíði og margt fleira.
- Loðnuskiljur og tengistúta.
- Búnað á vinnsludekk í fiskiskip
- Ál breytistykki allar stærðir
- Ál tengistúta í stærðum 12”- 14”- 16”- 18”
- Ryðfríar hraðtengiklemmur í stærðum 12”- 14”- 16”- 18”
- Ryðfríar slönguspennur í stærðum 12”- 14”- 16”- 18”
- Upphengihné fyrir allar stærðir barka bæði ál og ryðfrítt
- Snúningsstúta fyrir dælubarka
Fyrirtækið hefur einnig útvegað allt sem við kemur vinnslu loðnuhrogna, t.d.:
- Þurrktromlur
- Hrognapotta
- Kúttara
- Hrognatromlur
Vélaverkstæðið Þór vann að þróun björgunarbúnaðar, svo kallaðan Sigmunds sleppibúnaðar í samstarfi við uppfinningamanninn Sigmund Jóhannsson og framleiðir nú allar gerðir af Sigmunds sleppibúnaði fyrir t.d.:
- Ribsafaribáta
- Trillur
- Fiskibáta
- Lóðsbáta