Vélaverkstæðið Þór

 
Vélaverkstæðið Þór var stofnað árið 1964 af þeim Garðari Gíslasyni, Hjálmari Jónssyni og Stefáni Ólafssyni. Þeir hafa alltaf verið á sama stað en hafa verið að bæta við sig húsnæði og eru nú í um 1300 fm húsnæði og verkstæðið vel búið tækjum og hefur yfir að ráða mjög öflugum starfsmönnum.
 
Fyrstu verkefnin voru tæki fyrir fiskvinnslu undir vörumerkinu Simfisk sem Sigmund Jóhannsson hannaði. Framleiddu þeir m.a. flokkunarvélar fyrir humar og garnhreinsivélar sem margir muna eftir. Þess má geta að ennþá eru fiskvinnsluvélar frá Simfisk í notkunn. Einnig framleiddu þeir færibönd og annan búnað fyrir frystihús. Ekki má gleyma Sigmunds sleppibúnaði fyrir gúmmbjörgunarbáta sem Þór hefur framleitt síðan 1980. og hefur bjargað mörgum mannslífum. Hefur búnaðurinn m.a. verið seldur til Noregs.
 
Starfsemi fyritækisins í dag er mjög fjölbreytt í smíði á búnaði og tækjum fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
 
Orðið hafa breytingar á eignarhaldi og núverandi eigendur eru Friðrik M. Gíslason, Garðar R. Garðarsson  framkvæmdastjóri, Garðar Þ. Gíslason, Jósúa Steinar Óskarsson og Svavar Garðarsson.
 
 

Barkatengi

 

Hér má sjá mynd af álhnéi fyrir loðnu barka. Einnig má sjá hraðklemmur fyrir hin ýmsu barkatengi sem Þór ehf framleiðir.

Hlífar fyrir aflanema

 

Hlífar fyrir aflanema.

 

Sigmunds sleppibúnaður

 

Höfuðkostur Sigmundsbúnaðarins er sá að geta sjósett og losað gúmmíbjörgunarbáta án þess að mannshöndin komi þar nokkurs staðar nærri. Sigmundsbúnaðurinn var fyrst settur um borð í skip árið 1981, en síðan þá hefur hann bæði bjargað mannslífum og sannað gildi sitt.

nánar

Vélaverkstæðið Þór | Norðursundi 9 | 900 Vestmannaeyjar | S: +354 481 2111 | Fax: +354 481 2918 | info@velathor.is